Una Hjaltadóttir skrifar.
Nýjustu tölur Gallup sýna miklar breytingar á fylgi íslenskra flokka frá ársbyrjun 2021 fram í lok nóvember 2024. rannsóknin sýnir skýra mynd þróunar á pólitík hér á landi.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið stöðugri forustu mest allt tímabilið með fylgni á bilinu 20-30%, þó það sjáist smá lækkun á lokamánuðunum.
Samfylkingin hefur tekið stórt stökk og sýnir verulega aukningu í fylgi, sérstaklega á árunum 2023-2024.
Framsóknarflokkurinn hefur haldið nokkuð stöðugu fylgi, þó að smávægilegur samdráttur hafi sést undir lok árs 2024. Viðreisn hefur hins vegar sýnt hæga en jafna aukningu á síðustu mánuðum.
Píratar sýndu stöðugan samdrátt frá 2021 til miðs árs 2024, en fylgi þeirra hefur tekið við sér á síðustu mánuðum. Þessi þróun gæti gefið til kynna að þeir séu að ná betri tengingu við kjósendur að nýju.
Aðrir flokkar, eins og Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn, hafa almennt átt erfitt með að ná yfir 10% fylgi.
Þróunin gefur til kynna breyttar áherslur í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn virðast vera í lykilstöðu, en fylgisaukning minni flokka eins og Viðreisnar og bata merki Pírata gætu haft áhrif á næstu kosningar. Á sama tíma þurfa flokkar á niðurleið, eins og Vinstri grænir, að endurskoða stefnu sína til að endurheimta stuðning.
heimildir: Gallup.is
Comments