Þórunn Þórhallsdóttir spurði frambjóðendur flokkana í Norðausturkjördæmi hvort væri verið
að fremja þjóðarmorð í Palestínu og hvort að frambjóðendur telji að þeir og þeirra flokkur
ætti að beita viðskiptaþvingunum á Ísrael. Þessar spurningar voru spurðar í
Pallborðsumræðum.
Samkvæmt svörum frambjóðenda má sjá að vinstri flokkar telji að verið sé að fremja
þjóðarmorð í Palestínu og að það ætti að beita viðskiptaþvingunum á Ísrael. Ásamt vinstri
flokkum er einnig Miðflokkur, sem er talinn vera hægri flokkur, sammála því. Samfylkingin
svaraði óljóst. Viðreisn, Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkur svöruðu neitandi.
Svörin voru uppfærð 17. nóvember eftir athugasemdir frá Loga Einarssyni (Samfylking) og
Ingvari Þóroddssyni (Viðreisn)
Þann 18. nóvember var svörum aftur breytt eftir athugasemd frá Skúla Braga Geirdal
(Framsókn) og aftur 20. nóvember vegna athugasemda frá Sigurjóni Þórðarsyni (Flokkur
fólksins)
Eins og sjá má á myndum í fréttinni þá má sjá töluverðar breytingar í svörum flokkana á milli
daga. Að lokum töldu allir flokkar fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn að verið sé að fremja
þjóðarmorð í Palestínu. Þeir flokkar sem telja ekki að þeir og þeirra flokkur ættu að beita
viðskiptaþvingunum á Ísrael eru Lýðræðisflokkur, Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og
Sjálfstæðisflokkur.
Andrea Guðrún Guðmundsdóttir skrifar.
Comments