Bríet Ósk Halldórsdóttir skrifar.
Rima Charaf Eddine Nasr er sýrlenskur flóttamaður sem fæddist í Venesúela og flutti síðan til Sýrlands. Fyrir tæpum tveimur árum kom hún til Íslands því aðstæðurnar í Sýrlandi voru ömurlegar. Hér á Íslandi hefur hún verið sjálfboðaliði fyrir börn og var tilnefnd til verðlaunanna „Framúrskarandi ungur Íslendingur“. Hún hefur verið í sjálfboðaliðastörfum hjá Rauða krossinum og félagasamtökunum Læti!, meðal annars aðstoðar hún arabískumælandi börn sem koma nýlega frá stríðshrjáðum svæðum.
Hún lauk gráðu í enskum bókmenntum í Damaskus og hefur verið að hjálpa flóttamönnum að læra ensku. Rima segist njóta þess að hjálpa fólki og vilji nýta tungumálahæfileika sína.
Hún kom til Íslands með venesúelanskt vegabréf og hefur verið hafnað tvisvar til að vera áfram á Íslandi og lögfræðingurinn hennar segir að það sé lítil von á að hún fái að vera. Nokkrir fjölskyldumeðlimir hennar eru búsettir á Íslandi - foreldrar, þrjú systkini og systursonur hennar, þó eru það einungis Rima og systir hennar sem er vísað úr landi.
Heimild.
Heimildin.is (2024. 6. desember) Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi. Sótt af Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi - Heimildin.
Comments