Andrea Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Margrét Friðriksdóttir, sem hefur verið ritstjóri og helsti meðlimur vefmiðilsins Fréttin segir í tilkynningu sinni á Facebook að ekki sé lengur
rekstrargrundvöllur fyrir því að halda vefmiðlinum gangandi.
Búið sé að leita allra leiða í þeim efnum. Henni þykir erfitt að yfirgefa miðil sem gengur almennt vel og fær þúsundir heimsókna á dag. Síðustu 3 ár hafa verið skrifaðar 7200 fréttagreinar.
„Það er sárt að þurfa yfirgefa miðil sem gengur í raun vel og fær þúsundir
heimsókna á dag. Við þurfum að lágmarki 300 áskrifendur svo að dæmið gangi
upp en það vantar töluvert upp á það.“
Margrét þakkar fyrir frábærar móttökur og því góða fólki sem hún hefur kynnst og starfað með á þessum 3 árum. Hún telur miðillinn hafa verið dýrmæt reynsla.
Commentaires