top of page
Kristján Hrafn Kristjánsson

Íslensk kona í gæsluvarðhaldi á Tenerife fyrir líkamsárásir.

Updated: Dec 5

Kristján Hrafn Kristjánsson skrifar

25. nóvember 2024 12:36



40 ára íslensk kona er í gæsluvarðhaldi á eyjunni Tenerife vegna þess að hún er sögð hafa ráðist á tengdaforeldra sína og mágkonu á hótelherbergi föstudaginn 22, nóvember. Vitni segja að herbergið hafi verið allt úti í blóði. 


Vís­ir greindi fyrst frá.


Konan er enn í gæsluvarðhaldi og var mál hennar tekið til dóms í gær þann 25. nóvember ekki er vitað útkomu dóms gærdagsins. 

 

Af gögnum frá lögreglunni á Spáni segja vitni frá því að fjölskyldan hafi verið í rólegheitum og svo hafi konan komið og verið ósátt með sonur hennar væri enn þá vakandi. Þegar mágkona hennar hafi beðið hana um að svæfa barnið að þá hafi hún ráðist á mágkonuna og hrint henni á vegg og síðan á gólfið, einnig henti hún glösum í áttina af henni og tengdamóðir sinni. 

Eftir það reyndi tengdamóðir hennar að róa hana niður þá gerði konan það sama við tengdamóður sína.


Eftir það kom tengdafaðir konunar en hún hrinti honum líka í gólfið. 


Sagt er að konan glími við geðhvörf.


 Viður­lög­in við heim­il­isof­beldi á Spáni eru þriggja til sjö mánaða fang­els­is­dóm­ur en ef hún verður ekki kærð mun hún verða flutt úr landi. 


2 views0 comments

Commentaires

Noté 0 étoile sur 5.
Pas encore de note

Ajouter une note
bottom of page