Kristján Hrafn Kristjánsson skrifar
28 nóvember 2024 10:42
Verðbólgan hefur ekki verið minni síðan í október 2021 í miðjum Covid 19 faraldri, hún mælist nú 4,8%.
„Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2024, er 634,7 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,09% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 509,8 stig og lækkar um 0,20% frá október 2024,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar.
Verðbólgan hefur lækkað um 1,5% síðan í júlí á þessu ári.
Comments