top of page
Kristján Hrafn Kristjánsson

Rannsókn á stunguárásinni við Skúlagötu er lokið.

Updated: Dec 5, 2024

Kristján Hrafn Kristjánsson skrifar.

Rannsókn á stunguárásinni við Skúlagötu er lokið og öll gögn rannsóknarinnar hafa verið send til héraðssaksóknara. 


Árásin átti sér stað 24.ágúst síðastliðinn á Menningarnótt í Reykjavík, 17 ára stelpa að nafninu Bryndís Klara Birgisdóttir lét lífið nokkra daga eftir árásina. Tvö önnur ungmenni særðust í árásinni en ekki mjög alvarlega og voru þau útskrifuð af sjúkrahúsi ekki langt eftir atburðinn. 


Að sögn Eiríks Valberg lögreglufulltrúa af miðlægri deild lögreglunnar er 16 ára strákur enn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað stúlkunni og sært tvo aðra. 


Mikil sorg var í samfélaginu eftir þessa árás og kom fjölskylda Bryndísar, vinir og áhrifavaldar fram og töluðu um árásina og vöktu athygli á þessum hræðilega atburði. 


Útför Bryndísar Klöru fór fram þann 13. september, það var fjölmennt í útförinni og einnig var streymi. 



11 views0 comments

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page