Andrea Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson segir aðeins tvo valkosti eftir
kosningarnar; annars vegar að mynda borgaralega hægri ríkisstjórn, eins og niðurstöður
kosninganna séu skýrt ákall um. Hins vegar að veita nýrri ríkisstjórn kröftulega mótspyrnu í
stjórnarandstöðu.
Þetta segir formaðurinn í færslu á facebook síðu sinni þar sem hann ávarpar
Sjálfstæðismenn, vini og vandamenn í kjölfar alþingiskosninga á laugardag.
“Uppskeran voru ekki þau tíðindi sem margir vilja halda fram fyrir þann flokk, sem haft
hefur ellefu ár til að byggja sig upp í stjórnarandstöðu. Allan þann tíma hefur
Sjálfstæðisflokkurinn tekið ábyrgð á landsstjórninni”
Bjarni segir stærstu fréttirnar eftir kosningar séu að eftirspurn eftir vinstri stjórn hafi ekki
reynst. Tveir vinstri flokkar hafi dottið út af þingi og að Samfylking hafi tapað fylgi alla
baráttuna. Þar vísar Sjálfstæðismaðurinn til Vinstri Grænna og Pírata sem töpuðu öllum
sínum mönnum á þingu og þess að Samfylkingin hafi mælst hæst með rúmlega 30% fylgi á
síðasta kjörtímabili.
“Valkostirnir nú eru þessir: Annars vegar að mynda borgaralega ríkisstjórn til hægri, líkt og
niðurstöður kosninganna eru skýrt ákall um. Hins vegar að veita ríkisstjórn kröftuga
mótspyrnu í stjórnarandstöðu”
Að lokum segir Bjarni að Sjálfstæðismenn hafi beðið breytingar með því að slíta
stjórnarsamstarfinu í október, enda hafi hann ekki séð fram á að frekari árangur myndi nást í
því mynstri og að það hafi verið rétt ákvörðun.
“Þá höfum við lagt grunninn og gátum gengið til kosninga með góðri samvisku. Fjárlög
voru komin fram og kláruðust, verðbólga er í frjálsu falli, vextir teknir að lækka og munu að
óbreyttu lækka hratt á nýju ári. Til þess þarf ekki annað en að framfylgja áfram okkar stefnu
með ábyrgri hagstjórn og aðhaldi í ríkisrekstri.“
Hvernig sem fari þá er Bjarni stoltur af árangri Sjálfstæðisflokksins, oftar en ekki með stór
erfið mál og skugga stórra áfalla.
„Heimsfaraldur, innrásarstríð í Úkraínu með fjölgun hælisleitenda um alla Evrópu að
ógleymdum hamförunum í Grindavík. Þrátt fyrir áskoranir höfum við staðið sterk og horfum
fram á mikil tækifæri til lífskjarasóknar fyrir landsmenn allra. Næstu dagar fara í að leggja
línurnar í samstarfi við þingflokkinn og annað nánasta samstarfsfólk. Ég hlakka til að hitta
ykkur aftur fyrr en síðar. Njótið aðventunnar.“
Comments