Ég tók viðtal við hana Helgu Hrafnsdóttir sem er menntaskólanemi í menntaskólanum á Egilsstöðum og ræða við hana hvað henni finnst um pólitík
Hún byrjaði að segja að ríkisstjórn hefði mátt passa hvað margir koma inn í landið okkar og hvernig kerfið fyrir þeim er alls ekki gott. Síðan sagði hún hvað vextir hafa hækkað verulega mikið og hvað það er dýrt að kaupa í matinn á íslandi. Síðan spurði ég hana hvernig henni leist á niðurstöðurnar úr síðastliðinn kosningum hún er mjög bjartsýn yfir því og getur ekki beðið eftir því hvernig allt þróast. Henni líst líka mjög vel á að Kristrún Frostadóttir fær að mynda nýja ríkisstjórn Líka lýst henni mjög vel að henni langar að hafa Ingu Sæland og hana Þorgerði Katrínu. Hún vonast eftir því að nýja ríkisstjórnin munu laga kerfið fyrir innflytjendur þannig við sem þjóð töpum ekki svona gífurlega miklum peningum, og að laga vextina er aðalatriði fyrir henni að laga sem allra fyrst vextir eru allt of háir, líka að laga fæðingarorlofskerfið til að styrkja betur við mæður, síðan að fylgja eftir því að hún vonast eftir því að stytta biðlista inna leikskólum fyrir krakkana okkar. Henni fannst svo ríkisstjórnin hjá Sjálfstæðisflokknum hafa svikið okkur smá og að vextir hafa hækkað og mikið líka hvað heilbrigðiskerfið og skólakerfið er allt of sprungið. Í lokinn vonar hún eftir því að nýja ríkisstjórnin mun styðja betur við krakka í námi og til dæmis ekki rukka krakka að leggja í stæði hjá skólanum og finna nýtt kerfi til að styðja við háskólanemendur. Viðtal verður hægt að hlusta á hér fyrir neðan.
Liam jeffs tók viðtalið
Comments