Ég tók viðtal við Sigríði Ásu Friðriksdóttir sem hefur starfað sem grunnskólakennari í 12 ár og hún sagði þetta um af hverju kennarar eru svona ósáttir við launin sín.
Henni finnst launin ekki góð og hún segir að það sýni sig alveg á svörtu og hvítu þegar það eru tekin saman viðmið og þess vegna sé verið að berjast fyrir því að leiðrétta launin. Og henni finnst kennarar fá allt of lítið borgað fyrir að þurfa að gera allt en hún bætti því inn að skólar þyrftu meiri stuðning. Síðan vildi hún meina að sveitarfélögin og ríkið þyrftu að bæta kerfið betur til að styðja við kennara og launin þeirra.
Hún vildi meina að það þyrfti að fjárfesta meira í kennurum því að það eru rannsóknir sem sýna það að fólk sem menntar sig sem kennarar sjái sig ekki í starfi ekki lengur en 3-5 ár og þetta fólk sem er að mennta sig sem kennara skilar sér ekki inn í skóla og fullt af ómenntuðu fólki vinnur í skólunum. Síðan í lokin sagði hún að ríkið þyrfti að styðja sveitarfélögin meira og þau þurfa að setja einhverja stefnu í málunum, hvernig þeir ætla að hafa skólakerfið. Henni finnst líka sveitarfélögin og sveitarfélögin búin að svíkja skólakerfið og kennara. Allt viðtalið má hlusta á hér fyrir neðan.
Liam Jeffs tekur viðtal.
Comments