top of page
Guðmundur Brynjar

Frá Kópavogi til Kuwait 

Guðmundur Brynjar skrifar

Ég tók viðtal við Ólaf Brim Stefánsson um muninn á öllu í Kuwait og hérna á Íslandi Óli kemur frá Kópavogi á Íslandi enn er núna ný komin úr Kuwait eftir að hafa búið þar í smá tíma. Ég hitti Óla í íþróttahúsinu á torfnesi og spurði hann smá úti lífið úti Kuwait og hvernig það berst saman við lífið hérna.


Hvernig er að koma á Ísafjörð? 

Þetta er öðruvísi, skemmtilegra öðruvísi þetta er minna samfélag enn ég er vanur enn á sama tíma þéttara samfélag, fólk sem er frekar til í að hjálpa hvor öðrum hérna frekar enn til dæmis í bænum.


Hvernig var úti í Kuwait


Hitinn

Fyrst er bara að það er mjög heitt þarna, núna í desember eru 25-30°C frekar enn -5°C á Íslandi. Þetta er svakalega mikil breyting. 


Menning og trú

Svo er það trú það er ekkert óeðlilegt að sjá fólk bara í kjólum og með slæðu. Margar konur líka bara með slæðu yfir öllu andlitinu, það er örugglega leiðinlegt að vera úti að borða og þurfa alltaf að vera lyfta frá munninum til að taka bita. Svo þegar maður var að spila fóru menn oft bara í næsta herbergi að biðja í hálfleik.

Fólkið

Fólkið er líka ótrúlega kurteist svona miðað við á Íslandi, ég er svona exem gæi og ég var áskrifandi í rækt þarna úti og ég fékk rosa exem á hendina það er rosalega óhreint lotfið þarna úti það er næst versta loft í heiminum frekar en næstbesta á íslandi, þannig ég fékk bara exem útaf loftinu svo hitti ég gæja í lyftunni og hann sá höndina á mér og spurði hvort þetta væri exem og hann bauð mér exem krem og hann gaf mér bara heila túpu af kremi svo hitti ég hann tvisvar í viðbót og hann spurði alltaf hvort mig vantaði meira, og svo hitti ég hann aldrei aftur, vissi ekkert hvað hann hét eða neitt. Það er svona eitt dæmi um kurteisina þarna úti. 


Ríkið 

Það er líka bara ódýrt að lifa þarna og það er engin skattur þú færð bara 100% af laununum og það eru há laun það er kannski líka stór munur meðað við skattin á Íslandi sem er frekar hár og líka hversu dýrt er að lifa á Íslandi.


Hvernig datt þér í hug að fara út?

Það var alltaf markmiðið að fara út sérstaklega á þessar slóðir, svona allt öðruvísi menning og umhverfi bara til að prófa og gera eitthvað nýtt og mér finnst so gott að vera í heitu veðri. Það er alltaf sól þarna úti ég held það hafi rignt svona 5 sinnum þegar ég var þarna, enn þegar það rigndi þá var það ótrúlega mikið. Það rignir svona 5 daga þarna úti enn þegar það gerðist þá flæddi það bara göturnar, ræsin eru ekki hönnuð fyrir svona mikið vatn og það líka lekur allt bara í búðum, þeir byggja þetta eins og það sé aldrei að fara rigna.


Af hverju ákvaðst að koma aftur til Íslands?

Ég kom bara heim til að anda ég fékk samning úti í Slóvakíu enn það virkaði ekki og svo fékk ég samning hérna og kom heim til að aðeins bara finna sjálfan mig, stundum er gott að taka smá tíma til að finna sjálfan sig.


Við þökkum Óla Brim fyrir þetta viðtal og fyrir að svara öllum spurningum og vonum að honum gangi vel hérna heima og finna sjálfan sig eins og hann sjálfur segir

4 views0 comments

コメント

5つ星のうち0と評価されています。
まだ評価がありません

評価を追加
bottom of page