Saga Eyþórsdóttir skrifar
1. desember 2024
Helen cova er rithöfundur sem ólst upp í Venesúela en býr núna á Flateyri. Ég hitti hana á reddinga kaffi á fablab og spurði hana nokkra spurninga.
Getur þú sagt mér eitthvað um sjálfa þig, hvernig var að alast upp í Venesúela?
“Ég heiti Helen Cova, ég er rithöfundur, og ég fæddist í Venesúela og ólst upp þar. Það er bara öðruvísi heldur en á Íslandi, en samt mjög fallegt. Ég fæddist í Caracas, sem er svona höfuðborg þar og þetta er svona stór borg. Ég var að segja um daginn við einhvern að ég var mikið inn í húsið, ég var ekki mikið úti á hverjum degi. Ég var líka mjög nálægt Karíbahafinu þannig að það var bara eitt fjall á milli Caracas og hafsins. Þannig að við vorum um helgar alltaf að fara í sjóinn og vera þar allan daginn.
Þannig vorum við einhvern veginn svona nálægt náttúrunni. þetta er svona bæði tilfinningin að vera í stórborg en samt er allt svo grænt þar. Að vera þar er upplifun. Fullt af litum og ávöxtum, svona mikið tropical, sem er náttúrulega ekki hér á Íslandi.
Byrjaðir þú að skrifa í Venesúela eða þegar þú fluttir til Flateyrar?
Ég byrjaði að skrifa þegar ég var lítil. Mig langaði að vera rithöfundur síðan ég var 7-8 ára og ég var alltaf að skrifa. En málið var að ég trúði ekki að ég gæti verið rithöfundur þangað til ég kom til Íslands. Ég held að við allir rithöfundar hafa farið í gegnum svona "impostor syndrome" – að við trúum ekki að við getum gert þetta í alvörunni. Ég var alltaf að taka þetta alvarlega, en ég byrjaði að trúa því að ég væri rithöfundur þegar ég kom hingað.”
Af hverju fluttir þú til Íslands og hvernig endaði þú á Flateyri?
„Þetta er skemmtileg saga. Ég var að ferðast á Íslandi og mig langaði að fara á smá date á meðan ég var hér, og svo kynntist ég manninum mínum, Sigurði. Hann vildi ekki flytja frá Íslandi, því hann var með miklar rætur hér á landi. Þannig að ég fór aftur, en svo kom ég aftur hingað.
Planið mitt var ekki að flytja hingað. ég hafði aldrei hugsað um það áður. Svo kom hann, og þetta er svona týpískt. En það var út af ástinni sem ég endaði hér. Hann var frá Kópavogi, og við bjuggum fyrst í Kópavogi og svo í Reykjavík. Ég ákvað að koma hingað þegar ég fékk tækifæri til að vera á Þingeyri að skrifa í sex mánuði, akkúrat þegar COVID var árið 2020.
Um leið og ég kom hingað vissi ég að mig langaði að prófa að vera hér aðeins lengur. Mér fannst alltaf eins og ég væri heima á Íslandi, en þegar ég kom til Vestfjarða þá sagði ég bara: Já, okey, það er hér! Mig fannst hlýja í hjartanu. Allt svo fallegt og kósý og fólkið allt svo yndislegt.
Þannig að ég plataði hann til að koma hingað til að kenna í eitt ár. Ég vissi samt að mig langaði að vera lengur. Við enduðum á Flateyri. Við ætluðum að kaupa hús á Þingeyri, en það var ekkert til þar, þannig að við komum yfir á Flateyri.“
Hvernig er að hugsa á svona mörgum tungumálum og skrifa?
“Það er mjög skemmtilegt. Mig finnst þetta vera kostur í rauninni, því ég hugsa allt öðruvísi á íslensku og spænsku. Ég nota líka ensku þegar ég skrifa og eins og í bókinni “svona tala ég” þá talar Simona aðalpersónan líka nokkur tungumál og hún segir að henni finnst hún vera tungumála ofurhetja og mér finnst ég vera það líka. Það er eins og að hafa nokkur superpowers sem maður getur notað eftir þörfum. Mér finnst það mjög skemmtilegt og ég er að leyfa mig að leika mig með tungumálum og blanda saman. Það eina sem ég finnst er að ég tala stundum íslenskuna eins og ég myndi tala á spænsku. En mig finnst það mjög skemmtilegt. “
Ef þú myndir skrifa bók um líf þitt, hvernig myndir þú skipta henni í kafla?
1. Þegar ég var í Caracas og mamma og pabbi voru saman
2. Þegar við fluttum aðeins úr Caracas en samt í Venesúela
3. Þegar ég flutti til Spánar þegar ég var 18
4. Og svo þegar ég kom hingað (byrjuð að læra allt)
5. Núna
Geturðu sagt okkur frá þeirri bók sem var þér mikilvægust að skrifa?
“Mér finnst að fyrir mig að skrifa barnabækur sé það mikilvægasta sem ég geri. Ég setti mikla orku í að segja sögur sem skipta máli fyrir mig og líka fyrir börn. Hlutirnir sem við kannski tölum ekki mikið um við börnin – ég tek það mjög alvarlega. Það er mikil virðing þegar ég er að skrifa fyrir börn. Þegar ég skrifa fyrir fullorðna, þá segi ég bara allt og já, það er líka mikilvægt, en að skrifa fyrir börn tek ég mjög alvarlega. Það er líka mikil ábyrgð og ég er að skrifa meira um hlutina sem hafa haft áhrif á mitt líf – að vera ein og að geta ekki sagt nei. Hlutirnir sem mig langaði líka að vita þegar ég var lítil.
Þegar ég skrifa fyrir börnin, þá er ég líka að skrifa fyrir litlu Helenu, Helenu sem ég var einu sinni. Þannig getur maður hugsað. Ég tek það mjög alvarlega og finnst það vera mikilvægasta sem ég geri.”
Hverjir hafa verið þínir helstu fyrirmyndir eða áhrifavaldar sem rithöfundur?
“Eina sem ekki margir vita er að ég kláraði ekki háskóla af því að ég fór frá Venesúela þegar ég var 18 ára. Í Venesúela byrjum við snemma í háskóla, þannig að ég gerði svona helminginn af því sem við eigum að gera, en ég kláraði aldrei. Það er einn rithöfundur, hún heitir Isabel Allende, og hún er mjög stór rithöfundur en hún lærði aldrei þetta.
Ég hef aldrei látið það stoppa mig í að vera rithöfundur, en það er líka erfitt að reyna að vera rithöfundur og reyna að vera eitthvað þegar maður er ekki búinn með háskóla. En hún hefur gert mikið, hún er stór rithöfundur, og hún skrifar svakalega vel og kláraði ekki háskóla heldur.
Svo held ég að saga Íslands hefur líka haft mikil áhrif á mig og hvernig konur á Íslandi lifa, taka sig pláss, finna sín pláss í samfélaginu og halda því. Þessi örlög sem eru í samfélaginu á Íslandi eru líka fyrirmynd fyrir mig.
Og ég elska hversu margir rithöfundar eru til hér á Íslandi – það er bara hversu dugleg við erum öll að lesa. Þannig held ég að Ísland, sem samfélag hefur líka áhrif á mig. Eins og ég sagði, ég trúði ekki að ég væri rithöfundur fyrr en ég kom til Íslands, og eitthvað breyttist. Þá sagði ég bara: „Já, ég get gert þetta líka.””
Ertu að vinna að einhverjum nýjum verkefnum núna sem þú getur sagt okkur frá?
“Já, ég er að gera það. Ég er að vinna að tveimur bókum. Ég er að skrifa nýjustu snúllubókina, og svo er ég að skrifa smásagnasafn aftur, sem snýst um hvernig það er að vera í sambandi þegar annað hvort ein eða bæði manneskjurnar í sambandi eru skynsegin (neurodivergent). Og hvernig er þessi upplifun og hvernig maður finnur sér leið til að vera saman og finna sér leið (navigate) í gegnum þennan heim.”
Comments