top of page
Daníel Wale

Hvað er leikskóli?

Daníel Wale skrifar 29.nóvember 2024


Margir líta á leikskóla sem leik og skemmtun fyrir börnin á meðan foreldrar fara óáreittir til 

vinnu, en er það raunin?


Leikskóli er fyrsta stig barns í skólagöngu,þau læra að deila, vinna með öðrum, hópefli og þroskast í samfélagi barna. Á landsbyggðinni hafa foreldrar oftar tækifæri til að fara með börnin í pössun til ömmu og afa, því auðveldara að sjá þroska mun milli barna sem hafa farið í leikskóla og vön umgengni við önnur börn og þeirra sem voru heima í vernduðu umhverfi foreldra/ömmu og afa.


Börn sem sóttu leikskóla hafa einnig meiri líkur á að standa sig betur í hópvinnu og íþróttum.

Við ræddum við Ingibjörgu Einardóttur leikskólastýru á Eyrarskjól á Ísafirði um leikskólastarf á landsbyggðinni. 

Hér má lesa viðtalið við Ingibjörgu. 


Hvað hefur þú starfað lengi sem leikskólakennari?

Ég hef unnið á leikskóla síðan 1985 en útskifaðist sem leikskólakennari árið 2007.


Hver finnst þér vera helsti munurinn á leikskólum á landsbyggðinni og í höfuðborgarsvæðinu?

Ég hef unnið í leikskólum á landsbyggðinni og í bænum svo ég myndi segja að menningin er mismunandi eftir samfélaginu sem leikskólinn er í, samfélagsleg staða foreldra hefur áhryf inn í leikskólana, það er sýnilegt í félagslegum vandamálum barnanna, en það þýðir samt ekki að börnum sé mismunað eftir fjárhagsstöðu foreldra, en þetta er alltaf mjög lærdómsríkt fyrir leikskólakennarana. 


Er eitthvað sem þér finnst að mætti bæta í leikskólum á landsbyggðinni,eitthvað sem er í bænum eða öfugt?

Það sem ég hef aðalega fundið fyrir er munur á möguleikum til endurmenntunar fyrir starfmenn leikskóla, þeir hafa verið minni á landsbyggðinni, en það hefur verið að aukast mikið sérstaklega eftir Covid þar sem fjarkennsla hefur aukist og auðvitað hafa leikskólakennarar sama aðgang að endurmenntunarsjóðum út um allt land en helsti munurinn var að við á landsbyggðinni þurfum að greiða ferðakostnað og gistingu þegar við sóttum námskeið hér áður, við erum einnig háð veðri og vindum svo okkur stóðu því í raun færri námskeið til boða yfir vetrartímann vegna færðar. 


Er einhver leikskólakennari eða samstarfsaðili í meira uppáhaldi hjá þér en aðrir?

Fjölbreyttni er nauðsynleg á leikskóla hvort sem það eru börnin okkar eða starfsfólk, allir hafa sína kosti og því ekki hægt að gera upp á milli manna í þeim málum. (Daníel Wale)


Við þökkum Ingibjörgu kærlega fyrir spjallið.


9 views0 comments

コメント

5つ星のうち0と評価されています。
まだ評価がありません

評価を追加
bottom of page