top of page
Simas Slatkevicius

Hollywood parið í Arnarfirði

Simas Slatkevicius skrifar

Leslie Schwartz og Greg Littlewood eru fólk sem að koma frá Los Angelas og fluttu yfir til Arnarfjarðar. Leslie er bókarhöfundur og hún er búinn að skrifa þrjár bækur og ein þeirra var gerð að bíómynd. Leslie og Greg hafa nú búið til vinnustofu fyrir rithöfunda þar sem þau kenna bæði alþjóðlegum höfundum og öðrum þátttakendum hvernig má þróa ritverk, opna huga fyrir nýjum hugmyndum og fá betri innsýn í umhverfið. Ég ræddi við þau um lífsstílinn sinn, áhrif Íslands á þau og hvernig þau sjá hlutina út frá sinni reynslu.


Leslie og Greg um verkefnið sitt á Íslandi

Við höfum komist í samband við nokkra í Þingeyri sem reka fyrirtæki. Við vonumst til að vinna með þeim. Þeir hafa áhuga á því sem listamennirnir og rithöfundarnir eru að gera hér, og þeir vilja einnig tengsl milli fyrirtækja sinna og okkar. Til dæmis gætu kayakferðir verið í boði fyrir listamennina og rithöfundana okkar eða ævintýraferðir sem Óðinn stendur fyrir í Þingeyri.

Við eigum líka vin sem vann hjá Blábánkanum á Þingeyri, og hann hefur hjálpað okkur mikið. Smám saman höfum við verið að mynda vináttu og tengsl.

Þetta er meira svona samfélagsmiðla tengt. Hér úti snúast hlutirnir mikið um samfélagsmiðla og Facebook. Flest tengsl okkar við samfélagið hafa verið í gegnum þetta, jafnvel þó fólk sé ekki í firðinum sjálfum, heldur t.d. í Reykjavík eða annars staðar. Við höfum einnig haft tengsl við rithöfunda í Reykjavík, er það ekki, Les? Og smám saman með Facebook, Instagram og einstaka heimsóknum.


Sögulegi hluti viðskiptaáætlunar okkar er eftirfarandi: Við erum með stóran hluta áætlunarinnar sem snýr að því að mynda samstarf við fólk í samfélaginu. Við ætlum einnig að leita eftir styrkjum fyrir þetta. Við erum aðeins búin að starfa í eitt ár, en markmiðið er að tengjast samfélaginu þannig að listamennirnir, rithöfundarnir og gestirnir sem koma hingað geti nýtt sér þjónustuna sem í boði er – og við sömuleiðis.

Til dæmis vorum við að ræða um menningarsetur fjarðarins. Þau eru með fræðsludeild sem við héldum að væri áhugavert að vinna með, bæði til að miðla upplýsingum um samfélagið og list, auk fleiri þátta.


Við höfum líka unnið með Matthías Engler, þýskum manni sem hefur sterkar tengingar við gömlu bændasamfélögin á Ströndum og í Hólmavík. Hann skrifaði bók um þjóðtrú eða eitthvað slíkt. Hann hefur safnað saman sögulegum gögnum um gömlu býlin sem eru ekki lengur til, skráð heila sögu um öll býlin og fólkið sem bjó þar.

Eitt af því sem við gerðum var að Matthías kom hingað og hélt kynningu fyrir listamennina og rithöfundana okkar. Við viljum halda áfram að vinna með fólki sem deilir áhuga okkar á samfélaginu og skiptast á hugmyndum og þjónustu. Þetta er markmiðið. Við höfum ekki náð að gera þetta mikið enn þá, því við erum bara nýbyrjuð, en eins og Greg var að segja um Óðin – ævintýraferðir hans – þá viljum við benda á hans þjónustu. Gestir okkar leita alltaf að einhverju að gera, og þannig getum við stutt hans viðskipti og haft jákvæð áhrif á samfélagið þar.


Hluti af markmiðinu er að allir hagnist – bæði fjárhagslega og menningarlega. Þetta er markmiðið. Hingað til hefur Matthías verið sá eini sem hefur komið og haldið kynningu. Við vonumst einnig til að fara með listamenn okkar í heimsóknir í skóla og aðra staði í samfélaginu. Til dæmis höfum við heyrt um skóla á Flateyri, og þar eru listamenn sem gætu komið og talað við okkur. Smám saman erum við að mynda tengsl þannig að annað hvort komi þeir til okkar eða við sendum listamenn okkar til þeirra staða, eins og skóla, þegar þeir dvelja hér.


Hvaða bæir mynduð þið segja að þið væruð mest tengd við? Er ekki Þingeyri næst ykkar firði?

Við höfum tengst Wouter og Janne á Þingeyri. Þau eru með hugmyndir fyrir okkur um hvernig á að byggja upp. Þau eru að gera eitthvað svipað og við, og verkefnin okkar skarast að einhverju leyti. En Wouter hefur verið mjög hjálpsamur og boðið fram aðstoð þegar hann er á Íslandi – ég held að þau hafi farið til útlanda um tíma.


Greg lítur á Leslie og spyr:

Hverja fleiri höfum við talað við í Þingeyri? Ég held að þar sem Þingeyri og samfélögin eru svo lítil, þá höfum við hugsað þetta meira svona svæðisbundið. Að mynda tengsl í svæðisbundnu samhengi. Þú veist, okkar svið er listir og ritstörf, og litlu samfélögin hér út um alla firði eru með marga listamenn og rithöfunda.

Þannig að við erum að horfa á þetta frá svæðisbundnu sjónarhorni. Ég veit ekki hvort ég hafi sagt þetta áður, en við erum líka með þetta stórt hesthús. Þetta var áður hestabúgarður. Ég veit ekki hvort þú hefur komið hingað, en þetta var stór hestabúgarður.

Og við erum að vinna í því að endurnýja allt, koma því í lagi og í okkar stíl. Við erum með okkar eigin stíl hér. En eitt af því sem við viljum gera er að koma listum frá listamönnum á svæðinu hingað til sölu. Opna verslun þar sem þeir geta selt verk sín, því frá því við íhuguðum fyrst að flytja til Íslands, fannst okkur samfélagið, listamanna samfélagið, það mikilvægasta. Hvernig við getum stutt það og hvernig það getur stutt okkur á móti.

Við viljum opna verslun þar sem listamennirnir og rithöfundarnir sem koma hingað geta selt list sína og bækur og fengið greitt fyrir það. En við hugsum líka að við ættum ekki bara að einblína á fólkið sem kemur hingað hvaðanæva úr heiminum. Við ættum einnig að vera meðvituð um rithöfundana og listamennina í nágrenninu, á Vestfjörðum.

Við erum með fullt af hugmyndum á blaði og erum núna að leita að styrkjum til að fjármagna sum af þessum verkefnum.


Ég las smá um jörðina ykkar. Þið eruð með sundlaug og mikið af húsum og byggingum? Hver eru plönin fyrir þessi hús?

Ein hugmynd sem við höfum er að nota reiðhúsið fyrir einhvers konar jaðar tónlistarhátíð, því það er líka pláss til að tjalda hér.

Við gætum sett upp tímabundið tjaldsvæði þar sem listamenn gætu komið og spilað, til dæmis raftónlist og fleira. Þetta er ansi flott rými fyrir slíkt. Þegar fólk kemur í heimsókn og skoðar sig um, segir það oft: „Vá, þið getið notað þetta fyrir þetta eða hitt,“ svo við fáum fullt af hugmyndum frá fólki.

Við erum líka með sundlaug hér, aðeins stærri en margar aðrar laugar í nágrenninu. En já, við erum með sundlaug og heitt vatn sem kemur úr jarðhita. Við fundum gamla laug og ætlum að byggja hana upp. Auk þess erum við nýbúin að fá gufubað.


Hversu lengi hafið þið verið á Íslandi og af hverju ákváðu þið að flytja hingað? Af hverju Ísland af öllum löndum?

Á meðan COVID var enn í gangi komum við, Leslie og ég, til Íslands. Leslie var að fara í rithöfundadvalarprógram á Vestfjörðum og við ferðumst saman í um það bil átta daga. Svo dvaldi Leslie í um mánuð í Vestfjörðum á meðan ég var heima í Los Angeles. Þegar ég kom aftur frá Íslandi var ég bara svo sorgmædd yfir því að yfirgefa landið.

Það snerti mig svo djúpt, eitthvað innra með mér, kannski var það loftið, fegurðin. Við áttum líka frábæra ferð saman. Ég var þunglyndur í marga mánuði eftir að ég kom heim og það er ekki óvenjulegt fyrir mig að vera dapur þegar ég kem aftur til LA, en þetta var í óeðlilega langan tíma. Á meðan var Leslie í rithöfunda dvöl sinni sagði mér að hún hefði aldrei áður skrifað jafn vel á öðrum stöðum.

Hún var líka að senda mér ótrúlegar ljósmyndir. Hún er rithöfundurinn í fjölskyldunni, en hún sendi mér þessar fallegu myndir. Við fórum að ræða það strax að koma aftur og setja upp okkar eigin listamanna- og rithöfunda vinnustofu. Sú vinnustofa sem hún fór í lokaði rétt eftir að hún fór. Það var síðasta hópurinn sem fór þangað. Svo við ákváðum að fylla þetta tómarúm og stofna nýja listamanna- og rithöfunda dvöl í Vestfjörðum og byrjuðum að skipuleggja það. Ári síðar vorum við farin að ræða við innflytjenda lögfræðing og ári eftir það vorum við komin hingað. Þetta var svona tveggja ára ferli, og nú er ég að klára mitt annað ár hér.

Við sáum líka hvað var að gerast í Bandaríkjunum, bæði pólitískt og samfélagslega, og okkur finnst mikilvægt að taka ákvörðun með það í huga. Við eigum börn þar, en ástandið var orðið óþolandi á margan hátt.


Ég elska heimalandið mitt og ég elska Kaliforníu þaðan sem ég er frá, en það var orðið erfitt að búa þar. Það var ákveðinn hvati fyrir okkur að fara. Samhliða þessu var líka þessi einfaldleiki á Íslandi sem heillaði okkur – ekkert skordýraeitur í matnum, loftið sem maður getur andað að sér, vatnið sem maður getur drukkið. Þetta eru kannski litlir hlutir fyrir marga, en fyrir okkur voru þetta stór atriði.

Við höfum lifað okkar lífi , og við erum ekki ung lengur, en við erum heldur ekki gömul. Við vildum einfaldlega rólegra líf og stað þar sem við gætum andað. Það er erfitt að anda í Kaliforníu vegna mengunarinnar.

Það var líka þessi hugmynd að skapa rými fyrir list og skrif sem dró okkur. Og við tengjumst íbúunum á Íslandi og viljum byggja brýr milli okkar og samfélagsins hér.


Saknið þið Bandaríkin og  hugsið þið stundum um að flytja aftur, eða líður ykkur bara fullkomlega vel á Íslandi?

Alltaf. Ég sakna hennar alltaf. Börnin okkar eru þarna, og það er málið. Það er það sem ég sakna mest, ef ég á að vera hreinskilin. Ég sakna trjáa. Við áttum litla bústað í miðjum skógi í Oregon, langt frá öllu. Þar eru stór dýr sem ég elska. Ég elska birni, dádýr, elgi og hjört og svona, og þau eru öll þarna. Ég sakna þess. Ég sakna slíkrar náttúru. Ég sakna líka Bandaríkjamanna, þeir eru skemmtilegir, mjög vinalegir, og þeir elska hunda. Það er ekki eins algengt hér. Ísland er ekki hundaland, það er kattaland. Ég held að Íslendingar sjálfir geti verið svolítið eins og kettir stundum.

Menningarlega séð sakna ég margra hluta, en þegar litið er á heildarmyndina, sérstaklega eftir síðustu kosningar í Bandaríkjunum, vorum við svo fegin að vera hér. Það var róandi tilhugsun að geta mögulega boðið dóttur okkar öruggt skjól ef á þyrfti að halda. Það eru raunverulegir hlutir sem við þurfum að hugsa um núna sem Bandaríkjamenn.

En auðvitað sakna ég Bandaríkjanna. Það er heimilið mitt. Það eru ákveðnir hlutir og ákveðið fólk sem ég sakna. Við vorum í frábæru hverfi í Los Angeles, 20 ár í húsinu sem við byggðum upp, áttum barn okkar þar og áttum frábæra nágranna. Þegar þú býrð lengi á sama stað, jafnvel í LA, getur þú tengst fólki vel.

En þetta var líka LA samanborið við Ísland, ekki bara Bandaríkin. LA var orðið óþolandi. Það verður heitara og heitara á hverju ári, meira eins og eyðimörk. Þetta var eins og algjör andstæða – hreint loft í stað einnar verstu loftmengunar í heiminum. Hér eru líka alvöru árstíðir. LA hefur eiginlega engar árstíðir; það er bara heitt eða heitara.

Þá myndi ég segja að árstíðirnar hér séu rigning og vindur eða snjór og vindur!


En þetta svæði er ótrúlegt. Við gleymum því stundum, þar sem við erum alltaf að vinna hér. En þegar gestir koma í gistiheimilið eða listamanna dvölina, líta þeir í kringum sig, opna munninn og segja bara „vá!“ Þá fáum við að sjá þetta allt aftur í gegnum þeirra augu.

Við eigum einn nágranna sem er tæknilega séð ekki nágranni, því hann býr í Þingeyri. En hann á jörð hér og við höfum kynnst honum. Hann talar bara íslensku, og við erum enn að ströggla við að læra íslensku, nema nokkrar setningar. Þannig að við höfum talað við hann í gegnum þýðingarforrit, sem er fyndið.


Hann er mjög fínn gaur. Við höfum boðið honum í kaffi og heyrt sögur af svæðinu. Hann er hins vegar hérna bara tvisvar á ári eða svo, og virðist vera meira heima í Þingeyri. Við höfum heyrt að húsið hans hafi hvorki rafmagn né rennandi vatn. Það er gamaldags sveitabær, mjög frumstæður.


Hvar farið þið að versla mat og aðrar nauðsynjar? Er það á Þingeyri eða Ísafirði?

Ísafirði. Það er klukkutími þangað og klukkutími til baka. Já, það er alltaf verkefni að fara. Við þurfum líka að fara yfir fjallið þar sem Dynjandi er, sem er um 10 km langur malarvegur niður að fossinum. Það tekur um 20 mínútur, og það er hægasti hluti leiðarinnar.

Þetta getur orðið vandamál að vetri til. Þá fyllist vegurinn af snjó, og við þurfum að fá snjómokstursvélar. Það snjóar reyndar ekki mjög mikið hér, en vindurinn er mikill og hann blæs snjónum í skafla. Það gerir það stundum ófært.

Við höfum þó lagað þetta þannig að við náum að komast út einu sinni eða tvisvar í mánuði. En sérstaklega í janúar, febrúar, mars og apríl erum við eiginlega bara föst hér í snjónum.


Það getur verið svolítið brjálað. Það getur líka verið svolítið ógnvekjandi, því maður fer að hugsa: „Hvað ef eitthvað gerist?“ En ég held að fólk á Vestfjörðum sé bara vant þessu. Maður hefur stóran frysti með mat í og kannski gróðurhús.


Má ég spyrja spurningu? Ert þú Íslendingur


Ég fæddist á Íslandi og hef búið hér alla mína ævi, en foreldrar mínir eru báðir frá Litháen.


Ég heyrði að þú hefðir skrifað nokkrar bækur. Hvernig heldur þú að bækurnar hafi áhrif á lesendur og hvað er markmið þitt með þeim?

Ég hef aldrei fengið þessa spurningu sett fram svona áður. Ég er með þrjár bækur útgefnar, allar gefnar út hjá bandarískum útgefendum. Ein þeirra, skáldsaga, var gerð að kvikmynd. Ég verð að vera hreinskilin við þig: Ég skrifa fyrst og fremst fyrir sjálfa mig. Ég hugsa eiginlega ekki um lesendur fyrr en bókin er komin út, og þá þarf ég að fara í upplestur og á samfélagsmiðla og allt þetta sem ég þoli ekki. Það sem mig myndi þó langa til er að fólk fengi áhuga á verkunum mínum, talaði um þau og myndi tengjast þeim. Ég skrifa bókmenntir og hef líka skrifað ævisögu. Markmiðið væri þá að skapa umræður, ekki satt?

 

Þegar ég les upp úr bókunum mínum koma alltaf spurningar, fólk tengir og spjallar við mig. Ég reyni að skrifa um það sem skiptir mig máli en gæti líka haft víðari skírskotun sem aðrir tengja við.

Ég held að skrifa séu í grunninn mjög einangrandi starf. Þegar ég hugsa um að búa hérna í snjónum yfir veturinn, þá held ég að það sem gerir þetta líf bærilegt fyrir mig sé að ég er skapandi, ég er að skrifa. Það gefur lífi mínu einhverja merkingu, og þess vegna skrifa ég. Ef fólki líkar það, þá er það bara bónus. 

Eftir að hafa rekið rithöfunda dvalarstað, ekki bara fyrir listamenn heldur líka rithöfunda, finnst mér mikilvægt að fá fleiri rithöfunda hingað. Ég mun halda ritlistarnámskeið hér í vor sem verður eingöngu fyrir rithöfunda.

Skrifin eru að einhverju leyti á undanhaldi, sérstaklega í Bandaríkjunum. Fólk skrifar ekki lengur mikið, það er meira á samfélagsmiðlum. Bókmenntirnar virðast vera að hverfa, sem er miður. En félagsleg tenging skiptir miklu máli.

Ég skrifa ekki pólitísk verk eða samfélagslega gagnrýni, heldur sögur. En sögur eru allt, ekki satt? Líf okkar er byggt á sögunum sem við segjum sjálfum okkur, sögunum sem við búum til um okkur sjálf og um það sem við teljum vera að gerast í kringum okkur. Sögur eru grunnurinn í lífi okkar. Ég held að sjónlist sé ákveðin tegund frásagnar, en hún er ekki beinlínis frásögn. Frásagnarlist í sinni hreinustu mynd kemur frá skrifum og munnlegri frásögn. Ég veit ekki hvort þetta svaraði spurningunni þinni.

 

Ég er sammála þér. Þar sem ég hef áhuga á körfubolta myndi ég hugsa að allir þessir stórkostlegu einstaklingar hefðu ekki endilega ætlað sér að hafa áhrif á aðra. Markmið þeirra var að bæta sig, gera það sem þeir elska, og það hafði síðan áhrif af sjálfu sér.

Það er nákvæmlega málið. Eins og þegar þú elskar körfubolta, þá flyturðu þessa ást til heimsins í gegnum leikinn. Söguþráðurinn sem þú skapar er um að þetta sé mikilvægt. Að leggja sig fram við að fínpússa listina og færnina sína sem körfuboltamaður er eitthvað sem skiptir máli fyrir þig og kannski aðra.

Það gæti verið körfubolti, ritlist, tónlist eða kappaksturs íþróttir, en það sem skiptir mestu máli er ástríðan og ástin sem þú setur í það. Það er þetta sem hefur merkingu.


En já, þetta voru allar spurningarnar sem ég hafði skrifað niður. Takk kærlega fyrir að gefa ykkur tíma og tala við mig.


26 views0 comments

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page