Una Hjaltadóttir 27.11.2024, skjáskot úr vefmyndavél RÚV
Gosið austur af stóra skógarfelli heldur áfram með jöfnum krafti, samkvæmt tilkynningu frá náttúruvakt Veðurstofu. Gosórói hefur verið mjög stöðugur síðastliðinn sólarhring og hrauntaumurinn rennur enn til austurs, í átt að Fagradalsfjalli.
Samkvæmt gasdreifingarlíkani Veðurstofu Íslands má búast við að gasmengun frá gosstöðvunum á Sundhnúkagígaröðin verði merkjanleg á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Starfsmenn Landsnets hafa unnið hörðum höndum síðan í fyrra kvöld við að setja saman tæplega 30 metra hátt háspennumastur innan við varnargarðinn sem ver Svartsengi. Svo verður háspennuvír lagður á milli þessara masturs og annars sem er norðan bið nýja hraunið sem rann á dögunum. Þetta verkefni er hluti af því að tengja orkuverið í Svartsengi við Svartengislínu.
heimildir: Veðurstofa Íslands
Comments