top of page
Andrea G. Guðmundsdóttir.

Esja er mætt til Íslands

Andrea Guðrún Guðmundsdóttir skrifar

3.desember 2024 er dagur sem markar tímamót í sögu Icelandair að sögn Boga Nils

Bogasonar, forstjóra félagsins. Þann dag lenti fyrsta Airbus þota félagsins á

Keflavíkurflugvelli. Áður en vélin lenti var henni flogið yfir höfuðborgarsvæðið fyrir

landsmenn að virða hana fyrir sér á flugi. 

Vélin er af gerðinni A321LR og hefur verið nefnd

Esja.


,,Með tilkomu Airbus flugvéla í flotann okkar munu skapast mikil tækifæri á næstu árum” er

haft eftir Boga úr tilkynningu sem félagið gaf út.


Nýju Airbus þoturnar munu koma til með að taka við af Boeing 757 vélunum sem hafa verið

burðarásinn í flota Icelandair um áratugabil. Vélarnar eru af nýrri kynslóð, sparneytnar og

styðja við sjálfbærni vegferð Icelandair, eins og kemur fram í tilkynningu félagsins. Gera má

ráð fyrir að vélarnar séu allt að 30% sparneytnari og hljóðlátari en Boeing 757 sem nýju

þoturnar taka nú við af.


„Ekki bara fyrir Icelandair heldur einnig fyrir Ísland sem ferðamannaland og tengi miðstöð í

flugi milli Evrópu, Norður-Ameríku og jafnvel enn lengra. Við bindum miklar vonir við

þessar öflugu, langdrægu og sparneytnu vélar og hlökkum til að bjóða farþega okkar

velkomna um borð.“



11 views0 comments

תגובות

דירוג של 0 מתוך 5 כוכבים
אין עדיין דירוגים

הוספת דירוג
bottom of page