Andrea Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
3.desember 2024 er dagur sem markar tímamót í sögu Icelandair að sögn Boga Nils
Bogasonar, forstjóra félagsins. Þann dag lenti fyrsta Airbus þota félagsins á
Keflavíkurflugvelli. Áður en vélin lenti var henni flogið yfir höfuðborgarsvæðið fyrir
landsmenn að virða hana fyrir sér á flugi.
Vélin er af gerðinni A321LR og hefur verið nefnd
Esja.
,,Með tilkomu Airbus flugvéla í flotann okkar munu skapast mikil tækifæri á næstu árum” er
haft eftir Boga úr tilkynningu sem félagið gaf út.
Nýju Airbus þoturnar munu koma til með að taka við af Boeing 757 vélunum sem hafa verið
burðarásinn í flota Icelandair um áratugabil. Vélarnar eru af nýrri kynslóð, sparneytnar og
styðja við sjálfbærni vegferð Icelandair, eins og kemur fram í tilkynningu félagsins. Gera má
ráð fyrir að vélarnar séu allt að 30% sparneytnari og hljóðlátari en Boeing 757 sem nýju
þoturnar taka nú við af.
„Ekki bara fyrir Icelandair heldur einnig fyrir Ísland sem ferðamannaland og tengi miðstöð í
flugi milli Evrópu, Norður-Ameríku og jafnvel enn lengra. Við bindum miklar vonir við
þessar öflugu, langdrægu og sparneytnu vélar og hlökkum til að bjóða farþega okkar
velkomna um borð.“
תגובות