top of page
Saga Eyþórsdóttir

Arna Lára: Hvatning til kvenna að taka þátt og breyta samfélaginu

Updated: Dec 5

Saga Eythorsdottir skrifar

1. desember 2024 


Arna Lára er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og á heima á Ísafirði. Hún er 48 ára gömul með 3 börn og býr með sambýlismanni sínum, Inga Birni Guðnasyni. Hún er búin að búa á Ísafirði allt sitt líf.  Nema þegar hún fór til náms til Reykjavíkur og síðar til Kaupmannahafnar. Hún flutti svo til baka til Ísafjarðar þegar hún var 27 ára gömul og er búin að búa þar síðan. 

Ég settist niður með Örnu Láru og spurði hana nokkurra spurninga daginn fyrir alþingiskosningar 2024. En í dag er hún orðin þingkona. 


Af hverju fórstu í pólitík? 

„Þegar ég var í menntaskólann á Ísafirði þá var ofboðslega mikil umræða um pólitík sem smitaðist svolítið, af því þá voru bæjarstjórna kosningar og sameining sveitarfélaga. Þetta var allt á svona svipuðum tíma og ég hef alltaf haft ofboðslega mikinn áhuga á jafnréttismálum. það var eiginlega það sem kveikti áhuga minn, ég vildi jafna stöðu kynjanna og mér fannst það alveg ótækt að konur skyldi ekki njóta sömu tækifæri og karlar. Þetta var fyrsta drifið mitt (drif kraftur minn) í pólitík.“ 


Hvað myndir þú ráðleggja 17 ára gamla þér?

„Að halda áfram að segja já, ekki hugsa um hvar eða hvenær, segja bara já og finna síðan út úr því.“ 


Hvernig er starfið sem bæjarstjóri búið að vera?

„Það er búið að vera fyrst og fremst ofboðslega lærdómsríkt. Það eru líka erfið mál sem maður þarf að taka á en þegar allt kemur til alls þá er þetta mjög gefandi. Þetta er líka sérstaklega gaman fyrir mig af því ég er Ísfirðingur, að fá að vera bæjarstjóri í heimsbyggðinni sinni, það gefur manni auka hjarta á starfið.“


Hvaða þrjá hluti myndir þú segja að þú værir stoltust af í starfi þínu?

„Ég er stoltust af hversu góð samvinna hefur verið. Það hefur verið mikil ófriður og fólk er búið að vera með mikla tortryggni  og vantraust. Við náðum að breyta þessu, þannig ég er ofboðslega stolt á því hvað það hefur gengið vel. Það hefur líka gengið vel í rekstrinum og það er líka gaman þegar vel gengur úti samfélaginu því þá gengur bænum vel. Svo er ég líka ánægð með tiltektina. Við erum búin að taka til á Suðurtanga, við erum búin að taka draslið á Flateyri og taka draslið á Þingeyri. Við erum rosa ánægð með þessa tiltektir.“


Var erfið ákvörðun að fara úr bæjarpólitíkinni yfir í landspólitík?

„Já mjög erfið, ég þurfti að hugsa mig svolítið lengi um. Því að mér hefur þótt bara mjög gefandi og skemmtilegt að vera í bæjarpólitíkinni. Ég þurfti að hugsa mig lengi um, af því það er gaman í vinnunni minni og skemmtilegt.“


Nú er líklegt að þú komist á alþingi, hvernig sérðu lífið fyrir þig sem alþingis kona?

„Ja sko ég held að það verður líka fullt af nýjum hlutum sem ég þarf að læra og þótt maður hafi fjölbreytta reynslu, þá held ég að maður sé alltaf að læra eitthvað nýtt. Ég held að það verði bara ofboðslega mikið að gera. Ég sé fyrir mig að það verður ofboðslega mikið af ferðalögum. að vera alþingis kona í þessu kjördæmi krefst mikið af ferðalögum. Það (kjördæmið) nær yfir svo stóran hluta af landinu. Manni langar auðvitað að rækta sambandið við fólk og staði vel. Það krefst þess að maður þurfi að vera á svolitlu ferðalagi.“


Hvaða breytingar vilt þú sjá á Íslandi á næstu tíu árum?

„Ég vil bara að fólk getið lifað hérna góðu lífi. Lifa á laununum sínum. Geta keypt sér húsnæði og að fólk getið stofnað fjölskyldu án þess að hafa fjárhagsáhyggjur. Að fólk geti sótt sér menntunar án þess að hafa miklar áhyggjur að því og að við séum með heilbrigðiskerfi sem er í lagi“


Þú ert búin að vera í mörgum hlutverkum tengt breytingum. Hvað er það sem þú vilt breyta? Hvað leggur þú áherslu á?

„Ég hef sérstakan áhuga á inviðamálum af því ég er frá Vestfjörðum. Það vantar ofboðslega mikið upp á að við séum með góðar samgöngur og orkan sé í lagi. Manni langar mjög mikið að gera breytingar á þessum málaflokkum. Þar held ég að reynslan mín myndi nýtast best. Þannig að ég myndi vilja gera breytingar þar fyrir okkur sem hér búum.“


Er eitthvað sem þú vilt segja sem þér finnst mikilvægt að komi fram?

„Ég vil bara hvetja ungar konur að taka þátt í pólitík. það er bara gaman og skemmtilegt. Það er líka gefandi í pólitík, hún er ekki bara ljót. Maður eignast vini fyrir lífstíð. Ég myndi mæla með því fyrir alla og sérstaklega fyrir unga konur því þær geta breytt svo miklu.“ segir Arna Lára að lokum.


83 views0 comments

Comentarios

Obtuvo 0 de 5 estrellas.
Aún no hay calificaciones

Agrega una calificación
bottom of page