Ný skýrsla frá KPMG dregur fram mikilvægi Vestfjarða fyrir efnahag landsins en sýnir jafnframt að svæðið nýtur ekki sanngjarns hlutfalls framlaga frá ríkissjóði miðað við þau verðmæti sem þar verða til. Samkvæmt Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur, lögmanni og eiganda KPMG Law, er ljóst að Vestfirðir skila ríkissjóði en meiri tekjum en innviðir svæðisins fá ekki þá aukningu í fjárfestingu sem talin er nauðsynleg.
Þrátt fyrir þessa auknu verðmætasköpun sýnir skýrslan að fjárfesting í innviðum á Vestfjörðum hefur ekki haldist í hendur við aukin umsvif. Sérstaklega er bent á að vegaframkvæmdir og önnur innviðauppbygging séu vanræktar miðað við framlag svæðisins til ríkissjóðs. Á fundinum segir hún frá því hvernig Vestfirðir séu að skila en meiri verðmætum vegna vaxandi fiskeldisfyrirtækja og Kerecis.
“Samkvæmt okkar könnun hafa vegaframkvæmdir t.d. ekki aukist í takt við aukin umsvif í landshlutanum. Það er hægt að horfa á niðurstöður skýrslunnar frá ýmsum sjónarhornum en niðurstaðan er að Vestfirðingar eru ekki byrði á íslenska ríkiskassanum. “Segir Soffía.
Vestfirðingar vonast til að niðurstöður skýrslunnar verði nýttar til að endurskoða hvernig fjármunum ríkisins er dreift. Soffía segir að skýrslan setji fram staðreyndir sem geti orðið grundvöllur fyrir ákvarðanatöku um frekari fjárfestingu í svæðinu.
Margrét Embla Viktorsdóttir
Heimild: Mbl. Innviðafélag Vestfjarða https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/11/27/eru_ekki_byrdi_a_rikiskassanum/
Comentarios