top of page
Aðalbjörg Birna

Nýr Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

Aðalbjörg Birna Haraldsdóttir skrifar

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verður næsti bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Sigríður er að taka við af Örnu Láru Jónsdóttur sem hefur verið bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar síðan árið 2022 en náði á laugardaginn kjöri á þing.

Ísafjarðarbær segir að Sigríður Júlía hafi setið í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þetta kjörtímabil og hefur bæði verið forseti bæjarstjórnar og formaður skipulags- og mannvirkjanefndar. Hún hafi síðustu misseri verið skólastjóri Lýðskólans á Flateyri en áður hafi hún starfað um árabil sem sviðsstjóri hjá Skógræktinni.

„Þar sem Vestfjörðum og Ísafjarðarbæ hefur gengið vel síðustu árin höfum við náð tökum á fjármálum bæjarins og sjáum áframhaldandi uppbyggingu. Það kom okkur ekki á óvart að kjósendur vildu Örnu á þing og úr því að svo fór er gott að hafa Siggu sem getur stokkið til með svo skömmum fyrirvara og klárað kjörtímabil Í-listans“ er haft eftir Gylfa Ólafssyni, oddvita Í-listans og formanni bæjarráðs Ísafjarðarbæjar


Upprunaleg frétt HÉR


31 views0 comments

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page