top of page
Margrét Embla Viktorsdóttir

Kostnaður þess að laga glugga sundlaugarinnar á Þingeyri

Margrét Embla Viktorsdóttir skrifar.


Á fimmtudaginn 8. nóvember sl. sprakk rúða í sundlauginni á Þingeyri þegar óveðrið reið yfir. Glerbrot dreifðust í sundlaugina og á laugarbakkann, sem kallaði á umfangsmikla hreinsun. Sundlauginni og pottum var því lokað fram yfir helgina.

Björgunarsveitin Dýri kom að aðgerðum og færði starfsfólk sundlaugarinnar sveitinni þakkir fyrir aðstoðina. Veðrið olli skemmdum á fleiri gluggum og hurðum, en björgunarsveitin vann hratt að því að loka skemmdum svæðum til bráðabirgða.


Að sögn Ísafjarðarbæjar var gert ráð fyrir að viðgerðir á rúðunum muni kosta á bilinu 10 til 15 milljónir króna. Skemmdirnar hafa sett nokkurn strik í reikninginn, en vonast er til að sundlaugin verði fljótt komin í fulla starfsemi að nýju.


Heimildir.

Sigríður Kristín Ólafsdóttir, forstöðumaður sundlaugarinnar á Þingeyri.


31 views0 comments

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page