top of page
Dýrleif Hanna Guðbjartsdóttir

Stríð Rússlands og Úkraínu

Dýrleif Hanna Guðbjartsdóttir skirfar



Nú hefur ríkt ófriðarástand í Úkraínu síðan nóvember 2013. Úkraínsk stjórnvöld höfðu gengið frá viðskiptasamningi við Evrópusambandið sem forseti Úkraínu átti bara eftir að undirrita. En hann skipti skyndilega um skoðun, ákvað að falla frá samningnum og þiggja í staðin stór lán frá Rússlandi. Það voru ekki allir mjög ánægðir við þennan samning  enda Brutust út mótmæli 22. janúar 2014 þar sem þrír mótmælendur voru skotnir til bana. Á næstu vikum var skotvopnum beit meira sem leiddi til meira mannfalls. Mest urðu átökin á milli 18. og 22. febrúar en þann dag var Janúkovitsj þáverandi forseti Úkraínu sviptur völdum og í kjölfarið flúði hann land. Þá

höfðu að minnsta kosti 125 manns látið lífið.



Ástandið í Úkraínu

Snemma á árinu 2022 ætlaði Úkraína að gangast í NATO. En Rússar voru ekki sáttir með það og réðust inn í landið 24. febrúar 2022 og hefur stríðið verið í gangi síðan. Það eru margir sem flúðu landið og Ísland tók á móti fjölda flóttamanna.

En það eru ekkert allir sem gátu flúið það voru til dæmis fullt af fjölskyldum sem gátu ekki allar farið út af því að meðlimur í fjölskyldunni þurfti að gangast í herinn, svo er líka fólk sem vill bara alls ekki fara þó að það sé hrætt. Svo er líka fólk sem er veikt og getur ekki hreyft sig mikið, það er bara fast á stríðssvæðinu. Fólkið sem býr í Úkraínu er að ganga í gegnum mjög slæma hluti sem er stundum horft farmhjá af fólki sem gerir sig ekki grein fyrir því hvað stríðið sé alvarlegt.



Handtökuskipun á Pútín mikilvægt en bitlaust plagg

Alþjóðlega sakamáladómstólinn gaf út ákæru á Rússlands forseta og  Rússneska umboðsmanni barna, þetta hefur verið mikilvægt skref en fátt bendir til að þetta hafi raunveruleg áhrif sem er út af fólk hræðist hann, 

Það hefur ekkert gerst á þessu ári sem liðið er frá útgáfu handtökuskipunarinnar, enda eru allir hræddir við hann út af því að hann hefur svo mikil völd fólk sem hefur reynt að mótmæla honum eru í versta falli drepnir eða pyntaðir. Pútín hefði til dæmis farið til Mongólíu og ekkert gerðist, og látið var sem nærvera hans á leiðtogafundi BRICKS-ríkjanna væri sjálfsagður hlutur. Svo sjálfsagt að það var ekki nóg með að fundurinn væri haldin í Rússlandi, heldur gerði Antonío Guterres, aðalframkvæmdastjóri sameinuðu þjóðanna sér ferð þangað til að ræða við Pútín, við litla hrifningu Úkraínumanna.


Staðan núna

Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur við í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Donald Trump tekur við sem forseti. Hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. September þótti einstaklega blóðugur í Úkraínu og Rússlandi en útlit er fyrir næstu mánuði gætu orðið enn verri.






Jón Ólafsson.2023. Vísindavefurinn:Hverjar eru ástæður stríðsins í Úkraínu. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=84708


Ævar Örn Jósepsson.2024. rúv: Innrás í Úkraínu.


Samúel Karl Ólafsonn. 2024. Vísir. Næstu mánuðir skiðta sköpum. https://www.visir.is/g/20242649877d/rynt-i-stoduna-i-ukrainu-naestu-manudir-skipta-skopum




22 views0 comments

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page