top of page
Elísabet María

Fellibyljir í Ameríku: Náttúruvá sem verður öflugri með loftslagsbreytingum

Elísabet María skrifar


Fellibyljir, einnig þekktir sem hvirfilbyljir eða hitabeltisstormar, eru öflugar lægðir sem myndast yfir heitum höfum hitabeltisins og valda árlega miklu tjóni í Ameríku. Þeir einkennast af kröppum lægðum með miklum vindhraða og úrkomu, sem leiða til flóða og annarra náttúruhamfara.


Myndun og einkenni fellibylja

Fellibyljir myndast aðallega yfir heitum höfum þar sem yfirborðshiti sjávar er að minnsta kosti 26°C. Þeir eru gjarnan 200 til 1000 km í þvermál og nefnast typhoon á vestanverðu Kyrrahafi en cyclone sunnan miðbaugs. Orðið hurricane er oftast notað um fellibylji á Atlantshafi eða austanverðu Kyrrahafi.


Áhrif loftslagsbreytinga á fellibylji

Rannsóknir benda til þess að hnattræn hlýnun hafi áhrif á tíðni og sterk fellibylja. Hlýrra loft getur borið meiri vatnsgufu, sem leiðir til aukinnar úrkomuákefðar. Þá er merki um að fellibyljir við Asíu verða fátíðari en öflugri vegna loftslagsbreytinga.


Fellibyljatímabil og áhrif á Ameríku

Fellibyljatímabilið í Atlantshafi stendur venjulega frá júní til nóvember. Árið 2020 var metár með 29 hitabeltisstorma sem ollu mikilli eyðileggingu í suðurhluta Bandaríkjanna, Karíbahafinu og Mið Ameríku.


Nafngiftir fellibylja

Til að auðvelda umræðu og miðlun viðvarana eru fellibyljum gefin mennsk nöfn. Þetta dregur úr líkum á misskilningi, sérstaklega þegar margir fellibyljar eru á ferð samtímis. Notað eru 6 listar með nöfnum sem eru notaðir til skiptis. Þá er til dæmis nafnalisti sem er notaður árið 2005 er sá sami sem notaður verpur árið 2011 og notaður var árið 1999. Ef fellibylur veldur miklum tjónum og dauðsföllum þá verður það nafnið ekki notað aftur fyrir framtíðar fellibylji, til dæmis þá er nafnið „Katrina“ ekki lengur notað vegna mikilla tjóna og dauðsföllum árið 2005.


Munur á fellibyljum og lægðum á Íslandi

Vindhraði í verstu fellibyljum er oft meiri en í verstu vetrarlægðum sem koma yfir Ísland. Þó geta vindhviður af svipuðum styrk mælst hér á landi, en meðalhraði í fellibyljum er almennt hærri.


 

 

Heimildaskrá

Fellibyljir 1 | Fróðleikur | Veðurstofa Íslands. (2024). Veðurstofa Íslands. https://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1347

Kjartan Kjartansson. (2024, júlí, 26). Vaxandi á­hrif hlýnunar á úrkomumynstur og fellibyli. Visir.is; Vísir. https://www.visir.is/g/20242601186d/vaxandi-a-hrif-hlynunar-a-ur-komu-mynstur-og-felli-byli?

Kjartan Kjartansson. (2024, júlí 26). Vaxandi á­hrif hlýnunar á úrkomumynstur og fellibyli. Visir.is; Vísir. https://www.visir.is/g/20242601186d/vaxandi-a-hrif-hlynunar-a-ur-komu-mynstur-og-felli-byli?utm_source=chatgpt.com

 Af hverju eru fellibyljum gefin nöfn? (2017). Vísindavefurinn. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=228&


Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku? (2017). Vísindavefurinn. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=30079&




18 views0 comments

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page