Sigrún Ólafsdóttir skrifar
Jafnrétti kynjanna á Íslandi hefur verið mikið umræðuefni síðustu ár. Ísland er oft talið vera leiðandi í því þegar að það kemur að jafnrétti kynjanna og hefur oft verið í efsta sæti á alþjóðlegum listum.
Ísland var eitt af fyrstu löndunum í heiminum til að innleiða jafnréttislög árið 1967 með lögum um jafna stöðu, og jafnan rétt kynja. Þetta var á tímum þar sem að femínismi var á uppleið og kvenréttindahreyfingar voru að ná vaxandi áhrifum á mörgum stöðum.
Með þessari ákvörðun var lögfest skylda til þess að tryggja jafnrétti í fjölskyldulífi og á vinnumarkaði, auk þess sem lögin úthlutuðu ábyrgð á jafnréttismálum til ráðherra sem væri ábyrgur fyrir jafnréttismálum. Og við spólum áfram til ársins 2018 þá var jafnréttislögum breytt og styrkt til að taka tillit til nýrra áskoranna sem kynnu að koma upp á sviði jafnréttis, eins og fyrir samfélagslega viðurkenningu á fjölbreyttum kynjum og fyrirbærum tengdum kynhneigð. Lögin krefjast þess að stofnanir og fyrirtæki sem hafa yfir 25 starfsmenn þurfi að fá vottun fyrir jafnrétti starfsemi sína. Árið 2022 kom út ný stefna um jafnrétti kynjanna á íslandi, þar sem á meðal markmiða var að draga úr kynbundnu launamun og bæta stöðu kvenna í stjórnmálum, á vinnumarkaði og á öðrum samfélagslegum sviðum.
Vinnumarkaðurinn á íslandi hefur lengi verið vettvangur þar sem að staða kynjanna hefur verið sérstaklega skoðuð. Á meðal stærstu áskorana hefur verið kynbundinn launamunur og hvernig karlar og konur eru dreifð í störfum, þrátt fyrir það að Ísland hafi gert miklar framfarir, er launamunur milli kynjanna en til staðar hérna. Það er þó gott að taka það fram að þetta er eitthvað sem hefur dregist saman á síðustu árum, og það eru ákveðnar aðgerðir í gangi til þess að útrýma þessum mun.
Á Íslandi hefur verið lögfest að stofnanir og fyrirtæki þurfi að setja sér áætlun til að stuðla að jafnrétti kynjanna, hvað varðar laun og starfsval. Vinnumarkaðurinn á Íslandi hefur breyst mikið á síðustu áratugum eins og til dæmis árið 1975 áttu konur á Íslandi aðeins um 30% af atvinnuþátttöku en árið 2020 hafði þátttaka þeirra aukist í 80%. Þrátt fyrir þessa þróun eru margir ákveðnir hlutar vinnumarkaðarins enn þá mjög kynbundnir. Eitt af lykilatriðum jafnréttismáls á Íslandi er að brjóta niður gamlar hefðir og staðalmyndir sem tengjast hlutverki kynjanna innan fjölskyldunnar. Eins og áður var þá var algengara að konur tóku á sig alla ábyrgð innan heimilisins en nú er það ríkjandi viðhorf að báðir foreldrar eigi að hafa jafnan rétt til að taka þátt í öllu innan heimilisins.
Í lagasafni alþingis eru nokkur lög tengd jafnrétti kynjanna á Íslandi,
Árið 2020: 11. Kafli – Réttindi og Skyldur
4 grein – stéttarfélög og atvinnurekendur skulu vinna markvisst að því að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði, atvinnurekendur skulu sérstaklega vinna að því að jafna stöðu kvenna og karla innan stofnunnar og fyrirtækis síns og stuðla að því að störf flokkist ekki sem karla og konu störf.
6. grein – konur, karlar og fólk í hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá skulu vera greidd jöfn laun og og njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt eða sömu störf.
Íslenskt samfélag hefur náð miklum árangri í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna bæði í félagslegu og menningarlegum þáttum. En samt er mikilvægt að halda áfram að berjast fyrir jafnrétti kynjanna.
Heimildir:
Bình luận