Bríet Ósk Halldórsdóttir
8.desember 2024 21:20
Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson leggur til að stjórnvöld geri Seðlabanka Íslands kleift að nota lánakvóta til að ná niður verðbólgu og vaxtarstigi. Ef Seðlabankinn myndi nota lánakvóta til þess að ná verðbólgumarkmiði sínu má gera ráð fyrir að minni þörf yrði á stýrivaxtabreytingum og þannig væri auðveldara að halda lánsvöxtum bæði lægri og stöðugri. Lánakvótar myndu takmarka magn fjármagns sem kæmi frá bankastofnunum og beina því í farvegi sem hjálpaði Seðlabankanum að ná verðbólgumarkmiði sínu.
Ólafur segir að í samhengi við húsnæðismarkaðinn, lánakvótar myndu hvetja bankastofnanir til þess að lána meira til byggingaraðila og annarra sem byggja íbúðir til þess að auka nýbyggingarmagn og draga úr leiguverðs- og verðbólguþrýstingi.
Vísir.is (2024 8. desember) Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána. Sótt af Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána - Vísir
Comments