top of page
Margrét Embla Viktorsdóttir

Kostnaður moksturs vegna aurskriðu sem féll á vegi milli Ísafjarðar og Hnífsdals

Updated: Dec 5

Þann 12. nóvember sl. féll stór aurskriða á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals, sem olli því að umferð var stöðvuð á svæðinu í nokkrar klukkustundir. Atvikið átti sér stað í kjölfar mikilla rigninga sem höfðu verið yfir Vestfjörðum fyrr þá viku.


Aurskriðan, sem var metin vera umtalsverð að stærð olli því að hluti vegarins varð ófær. Engin slys á fólki átti sér stað en umfang skriðunar varð til þess að björgunarsveitir og starfsfólk Vegagerðarinnar voru send á staðinn til að hreinsa svæðið og meta skemmdir á vegum og nálægum mannvirkjum. Aðstæður voru metnar varasamar og vegurinn lokaður til bráðabirgða á meðan unnið var að hreinsun. 

Hreinsunar vinnan var áætluð að kosta um 30 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.


Bæjarbúar Ísafjarðar og Hnífsdals eru vanir náttúruhamförum sem þessum, en atvik sem þetta undirstrikar þörfina fyrir langtímalausnir til að tryggja öryggi þeirra sem ferðast um veginn. 




Margrét Embla Viktorsdóttir

Heimild: Kristján Gunnar K Lyngmo, Deildarstjóri Vegagerðarinnar. Visir https://www.visir.is/g/20242648742d/stor-aurskrida-fell-vid-eyrarhlid  


5 views0 comments

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page