top of page
Margrét Embla Viktorsdóttir

Fjölgun íbúa á Vestfjörðum – Jákvæð þróun eftir langa bið

Updated: Dec 6

Margrét Embla Viktorsdóttir skrifar.

Íbúum á Vestfjörðum hefur fjölgað umtalsvert undanfarið og eru þeir nú 7.387, samkvæmt nýjum tölum sem miðast við 1. febrúar. Þetta er aukning um 17 manns á tveimur mánuðum, sem markar jákvæða þróun á svæði sem áður hefur lengi glímt við íbúafækkun.

Mest fjölgun varð í Kaldrananeshreppi og Bolungavík, þar sem íbúum fjölgaði um sjö í hvoru sveitarfélagi. Í Vesturbyggð bættust við sex manns, en þar sameinuðust Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur nýverið í eitt sveitarfélag, sem nú telur 1.447 íbúa. Í Súðavík fjölgaði um fjóra. Fjölgun varð í sjö sveitarfélögum á Vestfjörðum, en Bolungarvík náði þó ekki 1.000 íbúa markinu eins og vonast hafði verið eftir og eru íbúar þar nú 996.


Áberandi vöxtur er einnig í Ísafjarðarbæ, þar sem íbúafjöldi fór yfir 4.000 í fyrsta skipti í langan tíma. Þar fjölgaði um 67 manns, sem jafngildir 1,7% aukningu. Þessi þróun er í andstöðu við þá erfiðu stöðu sem Vestfirðir hafa staðið frammi fyrir síðustu ár, þar sem íbúafækkun hefur verið áberandi vandamál bæði á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum.

Framfarirnar gefa vonir um jákvæðari framtíð fyrir Vestfirði, þar sem ný uppbygging og sameining sveitarfélaga virðast vera að skila árangri. Með áframhaldandi þróun gæti svæðið styrkt stöðu sína sem lífvænlegur og eftirsóknarverður búsetukostur.



9 views0 comments

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page