top of page
Aðalbjörg Birna

Aurskriða við Eyrarhlíð

Updated: Dec 6

Aðalbjörg Birna Haraldsdóttir skrifar.

Mikil úrkoma hafði verið á Vestfjörðum undanfarna daga og jarðvegurinn var ótrúlega vatnsmettaður eftir rigningar undanfarinna vikna.


Fyrsta aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð 12 nóvember, milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjú leitið, og vegna skriðunnar var hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði, sex skriður höfðu fallið þann sólarhring.


Aurskriðan sem féll á veginn náði yfir allan vegin, og tók með sér vegleiðarann. Þetta var stærsta aurskriðan sem hefur fallið á þessu svæði, hún var 60 metra breið og um tveir metra á hæð. Veginum var lokað og vinna var strax hafin á svæðinu. Vegagerðin reiknaði með því að opna veginn þegar hreinsun hafi verið lokið, en í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kom fram að vegna áframhaldandi skriðuhættu við Eyrahlíð, milli Hnífsdals og Ísafjarðar væri vegurinn ekki opnaður í bráð.


Vatnsból menguðust í Bolungarvík og á Flateyri vegna skriðunnar og var hætt fyrir því að vatnslögnin í Hnífsdals fari í sundur. Unnið var í því að opna fjöldahjálparstöðvar á Ísafirði og í Bolungarvík fyrir fólkið sem komst ekki heim til sín vegna lokunar á veginum, og bátar fóru á milli Ísafjarðar og til Bolungarvíkur til að fara með fólk.


Opnað var síðan fyrir Djúpið og Eyrarhlíð 13 Nóvember, en óvissustigi ekki aflétt vegna von var á meiri rigningu og má búast við því að veginum verði aftur lokað.


Upprunaleg frétt HÉR



14 views0 comments

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page