Krystian W skrifar
Sænska loftslagsaðgerðakonan Greta Thunberg hefur verið gagnrýnd eftir að hún heimsótti kúrdískt svæði í suðausturhluta Tyrklands. Þetta svæði er kallað “Norður Kúrdistan“ af sumum, þar á meðal meðlimum Kúrdiska verkamannaflokksins PKK.
Í færslu á samfélagsmiðlinum X talaði Greta um reynslu sína frá heimsókninni og sagði að hún hefði hitt fólk sem deildi með henni sögum um harðræði af hálfu tyrkneskra stjórnvalda. Hún sakaði stjórnvöld í Tyrklandi um “kerfisbundna kúgun“ á Kúrdum og nefndi meðal annars menningarlega útskúfun, pólitíska fanga, ofbeldi, þvingaða brottflutninga og eyðileggingu náttúrunnar.
Greta sagði að Tyrkland þyrfti að tryggja réttindi Kúrda og annarra minnihlutahópa í stjórnarskrá sinni og hætta að nota “hryðjuverk“ sem afsökun til að þagga niður í pólitískum andstæðingum. Hún kallaði líka eftir því að alþjóðastofnanir eins og Mannréttindadómstóll Evrópu og Amnesty International tækju á þessu máli og myndu berjast fyrir frelsun fanga.
Hún gagnrýndi einnig hvernig náttúran á kúrdískum svæðum væri eyðilögð með ólöglegri námuvinnslu og skógarhöggi sem leiddi til þess að fólk var neytt til að flytja.
Styður hryðjuverkasamtök
Greta lauk skilaboðum sínum með því að segja “Biji Kurdistan“ sem þýðir “Lifi Kúrdistan“. Þetta slagorð er oft tengt við stuðningsmenn PKK, sem margir hafa litið á sem umdeildan hóp.
Margir hafa gagnrýnt Gretu fyrir að styðja málstað PKK, sem talinn eru vera hryðjuverkasamtök í Evrópu og Bandaríkjunum. Sumir sögðu að orð hennar væru óviðeigandi og gætu skaðað trúverðugleika hennar sem loftslagsaðgerðasinna.
Þessi heimsókn Gretu kemur á tíma þegar spennan milli Tyrklands og kúrdískra hópa er mikil, en margir Kúrdar krefjast meiri sjálfstjórnar innan Tyrklands.
Heimild: Newarab
Comments