top of page
Krystian. W

Pólverjar útiloka að taka við ólöglegum innflytjendum, segjir Dominik Tarczyński

Krystian Wiktorowicz skrifar.



Dominik Tarczyński, þingmaður Evrópuþingsins frá Póllandi, hefur lýst því yfir að Pólland muni senda til baka alla ólöglega innflytjendur sem reyna að komast inn í landið. Þessi ummæli komu fram í viðtali við Nigel Farage þar sem hann ræddi fjölda innflytjenda sem nýverið komu til eyjarinnar Lampedusa á Ítalíu.

Á einni viku komu um 11.000 manns til eyjarinnar, sem hefur aðeins um 7.000 fasta íbúa. Tarczyński gagnrýndi innflytjenda strauminn harðlega og sagði stefnu Póllands skýra.

Farage spurði “Ef flokkurinn þinn vinnur þingkosningarnar, ertu þá að segja að þið takið ekki við innflytjendum sem koma í gegnum Ítalíu?“ Tarczyński svaraði “Að sjálfsögðu ekki, við munum ekki gera það. Við segjum einfaldlega “sendið þá til baka“.

Hann bætti við “Pólland er eina landið í Evrópusambandinu sem hefur ekki orðið fyrir neinum hryðjuverkaárásum, það eru engar stunguárásir, nauðganir eða nein önnur hættuleg atvik tengd ólöglegum innflytjendum“.


Tarczyński sagði enn fremur “Stefnan okkar er skýr, engin umburðarlyndi. Við byggðum fallegan vegg á landamærum okkar við Hvíta Rússland, og það er engin leið fyrir neinn að komast inn í Pólland. Þegar þú skoðar gögn frá Eurostat, ekki okkar eigin, þá sérðu að Pólland er öruggasta land Evrópu“.

Farage svaraði þessum fullyrðingum með orðunum “Það er rétt“.


Heimild:

GB News


11 views0 comments

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page